33. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. maí 2018 kl. 09:15


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:15
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:15
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:41
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:15

Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 9:55 og Steinunn Þóra Árnadóttir kom í staðinn.
Þórunn Egilsdóttir vék af fundi kl. 10:00 vegna annars fundar.

Nefndarritarar:
Elín Valdís Þorsteinsdóttir
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Frestað.

2) 264. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 09:15
Á fundinn kom Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneytinu og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.

Framsögumaður kynnti drög að nefndaráliti. Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni, allir með á áliti.

3) 89. mál - kosningar til Alþingis Kl. 09:47
Framsögumaður lagði til að nefndin fengi gesti á fund vegna málsins sem var samþykkt.

4) 132. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið.

5) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck og Aufhauser Privatbankiers KGaA í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2003 Kl. 10:00
Á fundinn komu Sigurður H. Helgason, Hafsteinn S. Hafsteinsson, Jón Gunnar Vilhelmsson og Leifur Arnkell Arngrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00